Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur 20. mars 2005 00:01 Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Steve Riley er einn helsti sérfræðingur Microsoft í veföryggismálum. Steve kemur fram á ráðstefnum víða um heim þar sem hann fjallar um þessi mál. Hann segir að helstu ógnirnar sem steðji að tölvueigendum séu einkum tvenns konar. Annars vegar stafi þeim mest hætta af svokölluðum njósnahugbúnaði sem ætlað er að komast fram hjá ýmsum vörnum í tölvunni. Hins vegar sé upplýsingaþjófnaður stundaður af miklu kappi. Fólk fá tölvupóst frá aðila sem virðist trúverðugur, eins og viðskiptabanka. Svo skrái fólk sig inn á heimasíðu en í raun skrái það sig inn á eitthvað sem árásarmaðurinn hafi sett upp. Fyrir stuttu var brotist inn á vefþjón fyrirtækis í Reykjavík þar sem tölvuþrjótar komu fyrir vefsíðu sem líktist innskráningarsíðu heimabanka stórs erlends banka. Um leið og notandi sló inn notendanafn og lykilorð á innskráningarsíðunni voru upplýsingarnar sendar á þrjú netföng úti í heimi og fengu óprúttnir náungar þannig aðgang að heimabanka viðkomandi. Steve segir að árásum sem þessum fjölgi ört og að fjöldi skipulagðra hópa stundi þessar árásir úti um allan heim. Netið sé án landamæra og heimsálfur geti verið á milli árásarmenn og fórnarlambsins. Steve segir að tölvueigendur þurfi að hafa nokkur atriði í huga svo verjast megi árásum tölvuþrjóta. Í fyrsta lagi verði fólk að nota eldvegg og öðru lagi að uppfæra vírusvarna- og gagnnjósnahugbúnað reglulega og tryggja að tölvan sé ætíð uppfærð. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Steve Riley er einn helsti sérfræðingur Microsoft í veföryggismálum. Steve kemur fram á ráðstefnum víða um heim þar sem hann fjallar um þessi mál. Hann segir að helstu ógnirnar sem steðji að tölvueigendum séu einkum tvenns konar. Annars vegar stafi þeim mest hætta af svokölluðum njósnahugbúnaði sem ætlað er að komast fram hjá ýmsum vörnum í tölvunni. Hins vegar sé upplýsingaþjófnaður stundaður af miklu kappi. Fólk fá tölvupóst frá aðila sem virðist trúverðugur, eins og viðskiptabanka. Svo skrái fólk sig inn á heimasíðu en í raun skrái það sig inn á eitthvað sem árásarmaðurinn hafi sett upp. Fyrir stuttu var brotist inn á vefþjón fyrirtækis í Reykjavík þar sem tölvuþrjótar komu fyrir vefsíðu sem líktist innskráningarsíðu heimabanka stórs erlends banka. Um leið og notandi sló inn notendanafn og lykilorð á innskráningarsíðunni voru upplýsingarnar sendar á þrjú netföng úti í heimi og fengu óprúttnir náungar þannig aðgang að heimabanka viðkomandi. Steve segir að árásum sem þessum fjölgi ört og að fjöldi skipulagðra hópa stundi þessar árásir úti um allan heim. Netið sé án landamæra og heimsálfur geti verið á milli árásarmenn og fórnarlambsins. Steve segir að tölvueigendur þurfi að hafa nokkur atriði í huga svo verjast megi árásum tölvuþrjóta. Í fyrsta lagi verði fólk að nota eldvegg og öðru lagi að uppfæra vírusvarna- og gagnnjósnahugbúnað reglulega og tryggja að tölvan sé ætíð uppfærð.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira