Með stærstu mannvirkjum landsins 27. júní 2005 00:01 Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar. Fréttir Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira