Með stærstu mannvirkjum landsins 27. júní 2005 00:01 Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar. Fréttir Innlent Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira