Til skammar fyrir landið 27. janúar 2005 00:01 Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira