Braut lög en var sýknuð af kröfum 15. apríl 2005 00:01 Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. Vegagerðin bauð í mars árið 2003 út Héðinsfjarðargöng og voru þau opnuð í maí. Þar kom í ljós að Íslenskir aðalverktakar og NCC áttu lægsta boð, tæplega 6,2 milljarða króna, sem var þremur prósentumt yfir kostnaðaráætlun og um 400 milljónum undir næsta boði. Í júlí var hins vegar ákveðið að fresta verkinu vegna þensluástands og öllum tilboðum hafnað. Íslenskir aðalverktakar sættu sig ekki við þetta og kærðu til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að hafna öllum tilboðum hefði verið ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu í dag. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu verkbjóðenda um bætur á þeirri forsendu að ekki hafi verið öruggt að þeir hefðu fengið verkið og að ekki hafi verið færðar óyggjandi sannanir fyrir því að fyrirtækin hefðu þarna orðið af arði af verkinu. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður verktakafyrirtækjanna, fagnar niðurstöðunni um að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi verið ólögmæt. Hann segir dóminn marka tímamót. Svona dómur hafi hvorki fallið hér á landi né annars staðar á Norðurlöndum og eftir því sem hann best viti ekki heldur í Evrópu. Fræðimenn hafi aðallega velt þessu fyrir sér hingað til. Jóhannes Karl telur rök dómsins fyrir að hafna bótakröfunni ekki fullnægjandi, tilboð umbjóðenda hans hafi verið það mikið undir næstlægsta boði og að það hafi verið yfir þeirri kostnaðaráætlun sem Vegagerðin gerði sjálf. Hann býst við að málinu verði áfrýjað. Þetta sé það mikið grundvallarmál um samskipti opinberra verkkaupa og verktaka að það verði að fá skýra niðurstöðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. Vegagerðin bauð í mars árið 2003 út Héðinsfjarðargöng og voru þau opnuð í maí. Þar kom í ljós að Íslenskir aðalverktakar og NCC áttu lægsta boð, tæplega 6,2 milljarða króna, sem var þremur prósentumt yfir kostnaðaráætlun og um 400 milljónum undir næsta boði. Í júlí var hins vegar ákveðið að fresta verkinu vegna þensluástands og öllum tilboðum hafnað. Íslenskir aðalverktakar sættu sig ekki við þetta og kærðu til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að hafna öllum tilboðum hefði verið ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu í dag. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu verkbjóðenda um bætur á þeirri forsendu að ekki hafi verið öruggt að þeir hefðu fengið verkið og að ekki hafi verið færðar óyggjandi sannanir fyrir því að fyrirtækin hefðu þarna orðið af arði af verkinu. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður verktakafyrirtækjanna, fagnar niðurstöðunni um að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi verið ólögmæt. Hann segir dóminn marka tímamót. Svona dómur hafi hvorki fallið hér á landi né annars staðar á Norðurlöndum og eftir því sem hann best viti ekki heldur í Evrópu. Fræðimenn hafi aðallega velt þessu fyrir sér hingað til. Jóhannes Karl telur rök dómsins fyrir að hafna bótakröfunni ekki fullnægjandi, tilboð umbjóðenda hans hafi verið það mikið undir næstlægsta boði og að það hafi verið yfir þeirri kostnaðaráætlun sem Vegagerðin gerði sjálf. Hann býst við að málinu verði áfrýjað. Þetta sé það mikið grundvallarmál um samskipti opinberra verkkaupa og verktaka að það verði að fá skýra niðurstöðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira