Ætlaði ekki að bana Sæunni 15. apríl 2005 00:01 Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott. Lög og regla Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira
Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott.
Lög og regla Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira