Logandi átök um Landsvirkjun 22. febrúar 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mátti sæta harðri gagnrýni í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um sameiningu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rarik og að breyta sameinuðu orkufyrirtæki í hlutafélag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði slíkt rekstrarfyrirkomulag einkavædda einokunarstarfsemi. "Ekki bara hefði það fyrirtæki yfirburðastöðu á raforkumarkaði heldur ætti það líka grunnnetið sjálft, háspennulínurnar sem öll önnur fyrirtæki á markaðnum verða að keppa við." Valgerður svaraði gagnrýni Helga með því að benda á að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækja væri ekki heppileg til að ná fram því markmiði raforkulaganna að stuðla að samkeppni í vinnslu og sölu raforku vegna hagsmunaárekstra eigenda Landsvirkjunar sem eiga allir í öðrum raforkufyrirtækjum. Fram kom hjá Valgerði að stefnt verði að því að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag í fyrsta lagi 2008. Í máli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, kom fram að flokkurinn eigi eftir að fara í gegnum þá umræðu að breyta Landsvirkjun í hlutafélag og jafnvel selja, en slíkt hljóti að vera gert á flokksþinginu sem nú er fram undan. Þá gagnrýnir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerði fyrir stefnuyfirlýsinguna um að setja Landsvirkjun á markað, þar sem slíkt hafi ekki verið gert í samráði við þingflokkinn. Hann hefur áhyggjur af því að missa völd á orkubúskapnum til erlendra aðila. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að sameining fyrirtækjanna hefði ekki verið rædd til neinnar hlítar í þingflokknum og er andvígur þeirri ákvörðun, þar sem yfirburðir fyrirtækisins á markaði verður of mikil. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að enginn þáttur málsins hafi komið honum á óvart, þar sem málið hafi í tvígang verið rætt innan þingflokksins. Þá hefur risið upp ágreiningur innan Reykjavíkurlistans, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi haft umboð R-listans til að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu hlutar Reykjavíkurborgar og áskilja Vinstri grænir sér nú rétt til að leggjast gegn sölu á hlut borgarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mátti sæta harðri gagnrýni í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um sameiningu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rarik og að breyta sameinuðu orkufyrirtæki í hlutafélag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði slíkt rekstrarfyrirkomulag einkavædda einokunarstarfsemi. "Ekki bara hefði það fyrirtæki yfirburðastöðu á raforkumarkaði heldur ætti það líka grunnnetið sjálft, háspennulínurnar sem öll önnur fyrirtæki á markaðnum verða að keppa við." Valgerður svaraði gagnrýni Helga með því að benda á að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækja væri ekki heppileg til að ná fram því markmiði raforkulaganna að stuðla að samkeppni í vinnslu og sölu raforku vegna hagsmunaárekstra eigenda Landsvirkjunar sem eiga allir í öðrum raforkufyrirtækjum. Fram kom hjá Valgerði að stefnt verði að því að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag í fyrsta lagi 2008. Í máli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, kom fram að flokkurinn eigi eftir að fara í gegnum þá umræðu að breyta Landsvirkjun í hlutafélag og jafnvel selja, en slíkt hljóti að vera gert á flokksþinginu sem nú er fram undan. Þá gagnrýnir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerði fyrir stefnuyfirlýsinguna um að setja Landsvirkjun á markað, þar sem slíkt hafi ekki verið gert í samráði við þingflokkinn. Hann hefur áhyggjur af því að missa völd á orkubúskapnum til erlendra aðila. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að sameining fyrirtækjanna hefði ekki verið rædd til neinnar hlítar í þingflokknum og er andvígur þeirri ákvörðun, þar sem yfirburðir fyrirtækisins á markaði verður of mikil. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að enginn þáttur málsins hafi komið honum á óvart, þar sem málið hafi í tvígang verið rætt innan þingflokksins. Þá hefur risið upp ágreiningur innan Reykjavíkurlistans, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi haft umboð R-listans til að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu hlutar Reykjavíkurborgar og áskilja Vinstri grænir sér nú rétt til að leggjast gegn sölu á hlut borgarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira