Íslensku tónlistarverðlaunin í ellefta sinn 1. febrúar 2005 00:01 Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í ellefta sinn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Hefst athöfnin klukkan 20.00. Keppt verður í alls átján flokkum. Keppt verður í fyrsta sinn um björtustu vonina í flokki sígildrar- og samtímatónlistar, auk þess sem keppt verður um bestu plötu í popp-, rokk- og dægurtónlistarflokki. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir flottasta plötuumslagið. Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison er tilnefndur til flestra verðlauna í ár, fimm talsins. Þar á meðal er hann tilnefndur fyrir bestu poppplötuna og sem besti söngvarinn. Ragnheiður Gröndal, Quarashi, reggísveitin Hjálmar og Brain Police eru hver um sig tilnefnd til þriggja verðlauna, auk þess sem Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, er tilnefndur sem besti söngvarinn. Um 2.000 manns sem eru meðlimir í Samtóni hafa kosningarétt. Þar er um að ræða félaga í STEF, sem er samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SHF, sem er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Þetta verður í síðasta sinn sem Einar Bárðarson verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en hann hefur sinnt starfinu undanfarin fjögur ár. "Það er kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig og gott að láta ferska vinda blása um þetta," segir Einar. "Þessi keppni hefur breyst úr því að vera árshátíð fárra yfir í að vera uppskeruhátíð allra. Það eru flestir sammála um að vel hafi tekist til á undanförnum árum og þessi verðlaun hafa fengið góða athygli. Hátíðin getur líka hjálpað hljómsveitum og tónlistarmönnum að kynna sig erlendis," segir hann. Á meðal þeirra sem troða upp annað kvöld eru Raggi Bjarna, sem sló í gegn fyrir jól með sinni nýjustu plötu, Ragnheiður Gröndal, sem átti einnig miklu láni að fagna, og hljómsveitin Mezzoforte. Gísli Marteinn Baldursson og Þórunn Lárusdóttir verða kynnar hátíðarinnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í ellefta sinn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Hefst athöfnin klukkan 20.00. Keppt verður í alls átján flokkum. Keppt verður í fyrsta sinn um björtustu vonina í flokki sígildrar- og samtímatónlistar, auk þess sem keppt verður um bestu plötu í popp-, rokk- og dægurtónlistarflokki. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir flottasta plötuumslagið. Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison er tilnefndur til flestra verðlauna í ár, fimm talsins. Þar á meðal er hann tilnefndur fyrir bestu poppplötuna og sem besti söngvarinn. Ragnheiður Gröndal, Quarashi, reggísveitin Hjálmar og Brain Police eru hver um sig tilnefnd til þriggja verðlauna, auk þess sem Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, er tilnefndur sem besti söngvarinn. Um 2.000 manns sem eru meðlimir í Samtóni hafa kosningarétt. Þar er um að ræða félaga í STEF, sem er samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SHF, sem er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Þetta verður í síðasta sinn sem Einar Bárðarson verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en hann hefur sinnt starfinu undanfarin fjögur ár. "Það er kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig og gott að láta ferska vinda blása um þetta," segir Einar. "Þessi keppni hefur breyst úr því að vera árshátíð fárra yfir í að vera uppskeruhátíð allra. Það eru flestir sammála um að vel hafi tekist til á undanförnum árum og þessi verðlaun hafa fengið góða athygli. Hátíðin getur líka hjálpað hljómsveitum og tónlistarmönnum að kynna sig erlendis," segir hann. Á meðal þeirra sem troða upp annað kvöld eru Raggi Bjarna, sem sló í gegn fyrir jól með sinni nýjustu plötu, Ragnheiður Gröndal, sem átti einnig miklu láni að fagna, og hljómsveitin Mezzoforte. Gísli Marteinn Baldursson og Þórunn Lárusdóttir verða kynnar hátíðarinnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira