Stæra sig af árásum á heimasíðu 19. apríl 2005 00:01 Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira