Samningur auki ekki líkur á álveri 15. maí 2005 00:01 Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira