Innlent

Andrenalín.is fær nýsköpunarverðlaun SAF

Frá adrenalíngarðinu.
Frá adrenalíngarðinu.

Adrenalín.is fékk nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti á Grand hóteli í dag. Verðlaunin fékk fyrirtækið fyrir nýja adrenalíngarðinn á Nesjavöllum sem tekinn var í notkun í júlí síðastliðnum. Adrenalín.is er í eigu Ferðaskrifstofunnar Ultima Thule.

Sérstakar viðurkenningu hlaut Fjord Fishing fyrir sjóstangveiðiverkefni á Vestfjörðum sem er í startholunum, en þegar hafa vel á þriðja hundrað Þjóðverjar bókað sig vestur á firði næsta sumar í sjóstangveiði. Þá fékk Veg Guesthouse á Suðureyri sérstök verðlaun fyrir að kortleggja gönguleiðir og að hafa í samstarfi við útgerðina á Suðureyri boðið ferðamönnum í veiðiferðir og staðið fyrir kynningarferðum í frystihús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×