Kabarettgestir sendir heim 10. september 2005 00:01 Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður. "Ég datt af hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna og snéri mig illa á hné," sagði Felix Bergsson sem lá fyrir og hvíldi sig þegar Fréttablaðið náði tali af honum. "Ég fór upp á slysadeild og lét búa vel um þetta og ætlaði mér alltaf að leika. Í leikhúsinu reynir maður að gera allt sem maður getur til að sýningin verði að veruleika og ég hélt auðvitað í vonina um að ég gæti leikið. Svo þegar á hólminn var komið stóð ég varla í lappirnar svo það var ákveðið að fresta sýningunni, enda enginn til að leysa mig af," sagði Felix og bætti því við að honum þætti þetta ákaflega leiðinlegt gangvart þeim sem komu í leikhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni geta leikhúsgestir sem áttu miða á sýninguna í gær annað hvort fengið endurgreitt eða fengið að nota miðann sinn aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvort efnt verði til aukasýningar vegna atviksins og þar sem Felix er staðráðinn í að mæta strax aftur til vinnu er ekki við því að búast að fleiri sýningar falli niður. Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður. "Ég datt af hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna og snéri mig illa á hné," sagði Felix Bergsson sem lá fyrir og hvíldi sig þegar Fréttablaðið náði tali af honum. "Ég fór upp á slysadeild og lét búa vel um þetta og ætlaði mér alltaf að leika. Í leikhúsinu reynir maður að gera allt sem maður getur til að sýningin verði að veruleika og ég hélt auðvitað í vonina um að ég gæti leikið. Svo þegar á hólminn var komið stóð ég varla í lappirnar svo það var ákveðið að fresta sýningunni, enda enginn til að leysa mig af," sagði Felix og bætti því við að honum þætti þetta ákaflega leiðinlegt gangvart þeim sem komu í leikhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni geta leikhúsgestir sem áttu miða á sýninguna í gær annað hvort fengið endurgreitt eða fengið að nota miðann sinn aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvort efnt verði til aukasýningar vegna atviksins og þar sem Felix er staðráðinn í að mæta strax aftur til vinnu er ekki við því að búast að fleiri sýningar falli niður.
Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira