Ræddu um ofbeldi á Norðurlöndum 4. september 2005 00:01 Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira