Sakar lögfræðing um ærumeiðingar 25. ágúst 2005 00:01 Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira