Baugur og ímynd þjóðarinnar 18. ágúst 2005 00:01 Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira