Í tilraunaflug hjá ESA 6. ágúst 2005 00:01 Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Þegar Ágúst Örn Einarsson hóf sig til flugs í námi í vélaverkfræði í Álaborg fyrir fjórum árum bjóst hann ekki við því að koma niður með geimfarareynslu. Hann segir að einu plönin hafi verið að klára námið og sjá svo hvað gerðist. Álaborgarháskóli hefur verið með í alþjóðlegu verkefni sem hófst fyrir tveimur árum. Nemendur hanna gervihnött á stöðluðu ferköntuðu formi. Þessum tilraunahnöttum er komið fyrir í áður ónýttu plássi í eldflaugum þegar gervihnettir eru sendir á braut um jörðu. Ágúst segir um 60 nemendur vinna í verkefninu yfir hverja önn. Allt þurfi að passa saman í lokin til að gervihnötturinn virki. Því er mikilvægt að prófa hönnunina. Það er gert í svokölluðu þyngdarleysisflugi Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Á myndum af ESA sést hvernig farþegar verða þyngdarlausir en það ástand varir í um tuttugu sekúndur. Ágúst Örn og félagar hans fóru 31 sinni í gegnum þetta ferli og prófuðu sem dæmi hvort loftnet hnattarins opnuðust. Einnig var athugað hvort sólarsellur á hnettinum myndu opnast en aldrei áður hafa svo margar sellur verið settar á svo lítinn gervihnött. Niðurstöður tilraunaflugsins voru mjög jákvæðar og ekki síður sú upplifun að fara í tilraunaflug hjá Evrópsku geimferðastofnuninni. Ágúst segir í léttum tón að hann hafi ekki gaman af rússíbönum lengur. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Þegar Ágúst Örn Einarsson hóf sig til flugs í námi í vélaverkfræði í Álaborg fyrir fjórum árum bjóst hann ekki við því að koma niður með geimfarareynslu. Hann segir að einu plönin hafi verið að klára námið og sjá svo hvað gerðist. Álaborgarháskóli hefur verið með í alþjóðlegu verkefni sem hófst fyrir tveimur árum. Nemendur hanna gervihnött á stöðluðu ferköntuðu formi. Þessum tilraunahnöttum er komið fyrir í áður ónýttu plássi í eldflaugum þegar gervihnettir eru sendir á braut um jörðu. Ágúst segir um 60 nemendur vinna í verkefninu yfir hverja önn. Allt þurfi að passa saman í lokin til að gervihnötturinn virki. Því er mikilvægt að prófa hönnunina. Það er gert í svokölluðu þyngdarleysisflugi Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Á myndum af ESA sést hvernig farþegar verða þyngdarlausir en það ástand varir í um tuttugu sekúndur. Ágúst Örn og félagar hans fóru 31 sinni í gegnum þetta ferli og prófuðu sem dæmi hvort loftnet hnattarins opnuðust. Einnig var athugað hvort sólarsellur á hnettinum myndu opnast en aldrei áður hafa svo margar sellur verið settar á svo lítinn gervihnött. Niðurstöður tilraunaflugsins voru mjög jákvæðar og ekki síður sú upplifun að fara í tilraunaflug hjá Evrópsku geimferðastofnuninni. Ágúst segir í léttum tón að hann hafi ekki gaman af rússíbönum lengur.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira