Foreldrarnir vilja áfrýjun 12. júlí 2005 00:01 Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira