Þrefaldur munur á boði og áætlun 29. júní 2005 00:01 Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira