Endurskipulagning hefst í haust 17. júní 2005 00:01 Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. Halldór kom víða við í ræðu sinni í dag. Hann byrjaði til dæmis á að tala heilmikið um muninn á úrtölumönnum og bjartsýnismönnum í smafélaginu. Forsætisráðherra varð einnig tíðrætt um hversu mjög íslensku samfélagi hefði fleygt fram á síðustu árum og áratugum með auknu frelsi og velmegun. En hann sagði jafnframt að frelsinu fylgdu skyldur og ábyrgð sem fyrirtækjum bæri að axla með hinu opinbera, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Halldór sagði fyrirtækjunum bera að nýta hagnað til að byggja upp. „Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar,“ sagði Halldór. „Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ En það sem vakti mesta athygli í máli Halldórs í dag var sú yfirlýsing hans að í haust standi fyrir dyrum meiriháttar breytingar á stjórnsýslunni. Forsætisráðherra vill gera hana „markvissari“ og „meira í takt við tímann“. Hann sagði síðustu stóru breytinguna á skipan ráðuneyta hafa verið gerða árið 1969 og skipulagið í grundvallaratriðum verið óbreytt síðan. Hann sagði því mikilvægt að hefjast handa við endurskoðun í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma. Halldór kvaðst vilja einfalda ríkisreksturinn og gera hann skilvirkari og markvissari. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. Halldór kom víða við í ræðu sinni í dag. Hann byrjaði til dæmis á að tala heilmikið um muninn á úrtölumönnum og bjartsýnismönnum í smafélaginu. Forsætisráðherra varð einnig tíðrætt um hversu mjög íslensku samfélagi hefði fleygt fram á síðustu árum og áratugum með auknu frelsi og velmegun. En hann sagði jafnframt að frelsinu fylgdu skyldur og ábyrgð sem fyrirtækjum bæri að axla með hinu opinbera, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Halldór sagði fyrirtækjunum bera að nýta hagnað til að byggja upp. „Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar,“ sagði Halldór. „Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ En það sem vakti mesta athygli í máli Halldórs í dag var sú yfirlýsing hans að í haust standi fyrir dyrum meiriháttar breytingar á stjórnsýslunni. Forsætisráðherra vill gera hana „markvissari“ og „meira í takt við tímann“. Hann sagði síðustu stóru breytinguna á skipan ráðuneyta hafa verið gerða árið 1969 og skipulagið í grundvallaratriðum verið óbreytt síðan. Hann sagði því mikilvægt að hefjast handa við endurskoðun í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma. Halldór kvaðst vilja einfalda ríkisreksturinn og gera hann skilvirkari og markvissari.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira