Reyna að hindra löndun 28. maí 2005 00:01 Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira