Reyna að hindra löndun 28. maí 2005 00:01 Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira