Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax 19. maí 2005 00:01 Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, en einhleypu fólki sem sækti um ættleiðingu væri skylt að gera slíkt. Hún kvaðst fullkomlega meðvituð um þá ábyrgð sem því fylgi að vera einhleyp með barn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var meginástæða synjunar ráðuneytisins á ættleiðingarumsókn Lilju sú, að hún væri of þung miðað við hæð. Lilja rakti aðstæður sínar fyrir dómi í gær. Fram kom að hún hefur stundað fjölþætt framhaldsnám í kennslu og sérkennslu fyrir fötluð börn. Þá kvaðst hún hafa starfað mikið með börnum, meðal annars sem stuðningsfjölskylda átta ára þroskaheftrar stúlku. Nú væri hún í hálfu starfi við kennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri og hálfu starfi sem deildarstjóri hjá Fjölmennt. Lilja kvaðst vera sérlega heilsuhraust og aðeins tvisvar verið frá vinnu vegna veikinda á síðastliðnum 10 árum, í annað skiptið vegna handleggsbrots og hið síðara vegna flensu. Hún hefði stundað líkamsþjálfun undanfarin ár og hugað vel að mataræði. Hún reykti ekki og neytti sjaldan áfengis. Þá rakti Lilja samskipti sín við ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytið, en barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafði talið hana "sérstaklega hæfa umfram aðra til að ættleiða barn," eins og segir í stefnunni. Ráðuneytið sagði hún að hefði í ferlinu lagt áherslu á þyngd hennar til að byrja með en síðan aldurinn einnig. Þegar ættleiðingarferlið hófst var Lilja 45 ára gömul. Fram kom að ráðuneytið hefði leitað til ættleiðingarnefndar, sem aldrei kallaði Lilju til viðtals, en það hafði barnaverndarnefnd gert. Ættleiðingarnefnd kvaðst ekki geta mælt með samþykki umsóknarinnar. Lilja sagði ráðuneytið hafa kallað eftir heilbrigðisvottorði varðandi hana, þótt slíkt vottorð lægi þegar fyrir. Þá kvaðst hún hafa þurft að ganga eftir að fá gögn um mál sitt bæði frá ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, en einhleypu fólki sem sækti um ættleiðingu væri skylt að gera slíkt. Hún kvaðst fullkomlega meðvituð um þá ábyrgð sem því fylgi að vera einhleyp með barn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var meginástæða synjunar ráðuneytisins á ættleiðingarumsókn Lilju sú, að hún væri of þung miðað við hæð. Lilja rakti aðstæður sínar fyrir dómi í gær. Fram kom að hún hefur stundað fjölþætt framhaldsnám í kennslu og sérkennslu fyrir fötluð börn. Þá kvaðst hún hafa starfað mikið með börnum, meðal annars sem stuðningsfjölskylda átta ára þroskaheftrar stúlku. Nú væri hún í hálfu starfi við kennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri og hálfu starfi sem deildarstjóri hjá Fjölmennt. Lilja kvaðst vera sérlega heilsuhraust og aðeins tvisvar verið frá vinnu vegna veikinda á síðastliðnum 10 árum, í annað skiptið vegna handleggsbrots og hið síðara vegna flensu. Hún hefði stundað líkamsþjálfun undanfarin ár og hugað vel að mataræði. Hún reykti ekki og neytti sjaldan áfengis. Þá rakti Lilja samskipti sín við ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytið, en barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafði talið hana "sérstaklega hæfa umfram aðra til að ættleiða barn," eins og segir í stefnunni. Ráðuneytið sagði hún að hefði í ferlinu lagt áherslu á þyngd hennar til að byrja með en síðan aldurinn einnig. Þegar ættleiðingarferlið hófst var Lilja 45 ára gömul. Fram kom að ráðuneytið hefði leitað til ættleiðingarnefndar, sem aldrei kallaði Lilju til viðtals, en það hafði barnaverndarnefnd gert. Ættleiðingarnefnd kvaðst ekki geta mælt með samþykki umsóknarinnar. Lilja sagði ráðuneytið hafa kallað eftir heilbrigðisvottorði varðandi hana, þótt slíkt vottorð lægi þegar fyrir. Þá kvaðst hún hafa þurft að ganga eftir að fá gögn um mál sitt bæði frá ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira