Barnungar stúlkur seldar mansali 19. maí 2005 00:01 Fjögur ungmenni voru handtekin með ólögleg vegabréf á Keflavíkurflugvelli á leið til Bandaríkjanna síðasta þriðjudag. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, voru ungmennin á leið frá London til Bandaríkjanna með fylgdarmanni sem einnig var handtekinn. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. maí grunaður um mansal. "Það liggur nær ljóst fyrir að tilgangurinn var að komast ólöglega til Bandaríkjanna," segir Jóhann. "Vegabréfin eru ófölsuð, svokölluð sviplík vegabréf þar sem myndin í vegabréfunum líkist mjög ungmennunum. Þetta eru ein erfiðustu tilfellin sem koma upp", segir Jóhann. Fólkið er búið að vera á ferðalagi síðan í lok mars og hefur því komið víða við á leiðinni til Bandaríkjanna. "Við komumst að því þegar verið var að grennslast fyrir um málið að stúlkurnar þrjár sem voru í för með manninum eru allar undir lögaldri," sagði Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi sýslumanns. Sveinn Andri Sveinsson er skipaður verjandi fylgdarmannsins og var fyrst um sinn réttargæslumaður tveggja stúlknanna. Hann segir að um leið og upp komst um aldur stúlknanna sem eru sennilega fæddar um 1989 hafi yfirheyrslum verið hætt og stúlkunum komið í umsjá barnaverndaryfirvalda. Fólkið þurfti ekki að fara í gegnum hefðbundið vegabréfaeftirlit þar sem það kom frá London sem er utan Schengen-svæðisins og var á leið til Bandaríkjanna sem einnig er utan Schengen og fór því ekki út fyrir neðri hæð nýju flugstöðvarbyggingarinnar. Það var því fyrir árvekni starfsmanna sýsluembættisins að fólkið var gripið en ekki hefðbundið eftirlit. Tilfelli sem þetta hafa áður komið upp hér á landi og vilja yfirvöld senda þeim sem stunda ólöglega fólksflutninga þau skilaboð að hart sé tekið á slíkum málum hér. Stjórnvöld hafa nýverið undirritað samkomulag um að hefta mansal og í því samkomulagi er fólgið að réttindum fórnarlamba mansals skuli sýna virðingu. Jóhann R. Benediktsson segir svo munu vera í þessu máli. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fjögur ungmenni voru handtekin með ólögleg vegabréf á Keflavíkurflugvelli á leið til Bandaríkjanna síðasta þriðjudag. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, voru ungmennin á leið frá London til Bandaríkjanna með fylgdarmanni sem einnig var handtekinn. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. maí grunaður um mansal. "Það liggur nær ljóst fyrir að tilgangurinn var að komast ólöglega til Bandaríkjanna," segir Jóhann. "Vegabréfin eru ófölsuð, svokölluð sviplík vegabréf þar sem myndin í vegabréfunum líkist mjög ungmennunum. Þetta eru ein erfiðustu tilfellin sem koma upp", segir Jóhann. Fólkið er búið að vera á ferðalagi síðan í lok mars og hefur því komið víða við á leiðinni til Bandaríkjanna. "Við komumst að því þegar verið var að grennslast fyrir um málið að stúlkurnar þrjár sem voru í för með manninum eru allar undir lögaldri," sagði Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi sýslumanns. Sveinn Andri Sveinsson er skipaður verjandi fylgdarmannsins og var fyrst um sinn réttargæslumaður tveggja stúlknanna. Hann segir að um leið og upp komst um aldur stúlknanna sem eru sennilega fæddar um 1989 hafi yfirheyrslum verið hætt og stúlkunum komið í umsjá barnaverndaryfirvalda. Fólkið þurfti ekki að fara í gegnum hefðbundið vegabréfaeftirlit þar sem það kom frá London sem er utan Schengen-svæðisins og var á leið til Bandaríkjanna sem einnig er utan Schengen og fór því ekki út fyrir neðri hæð nýju flugstöðvarbyggingarinnar. Það var því fyrir árvekni starfsmanna sýsluembættisins að fólkið var gripið en ekki hefðbundið eftirlit. Tilfelli sem þetta hafa áður komið upp hér á landi og vilja yfirvöld senda þeim sem stunda ólöglega fólksflutninga þau skilaboð að hart sé tekið á slíkum málum hér. Stjórnvöld hafa nýverið undirritað samkomulag um að hefta mansal og í því samkomulagi er fólgið að réttindum fórnarlamba mansals skuli sýna virðingu. Jóhann R. Benediktsson segir svo munu vera í þessu máli.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira