Húsvíkingar vongóðir um álver 18. maí 2005 00:01 Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu, sem er okkur hér á Húsavík mikið ánægjuefni," segir Reinard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur lagt til að litið verði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver. Reinhard er ánægður með þetta. "Ég fagna þessari afstöðu Kristjáns, sem er til þess að fallin að efla samstöðu um þetta verkefni," Kristján Þór segir afstöðu sína vera eins konar sáttatillögu. "Staðarval álvers hefur verið deilumál hér á Norðurlandi og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best að þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér, að nefna Húsavík sem fyrsta kost, er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel," segir Kristján. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, telur ótímabært að ræða um staðarvalið með þeim hætti sem Kristján hefur gert. "Það eru ennþá skiptar skoðanir um hvernig iðnað við viljum byggja upp á Norðurlandi og því tel ég óeðlilegt að strax sé farið að raða stöðunum niður eftir röð. Það þarf að ræða þetta mál nánar og betur til þess að sáttin um málið geti á endanum verið víðtæk og marktæk," segir Ársæll og leggur áherslu á að óvissuþættirnir séu ennþá margir í þessu máli. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það ekki koma á óvart að Alcoa sé að undirbúa uppsetningu álvers á Norðurlandi. "Iðnaðarráðherra hefur alltaf talað fyrir uppbyggingu álvers á Norðurlandi og því kemur mér ekki á óvart að samstaða um þá uppbyggingu sé að aukast," segir Árni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu, sem er okkur hér á Húsavík mikið ánægjuefni," segir Reinard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur lagt til að litið verði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver. Reinhard er ánægður með þetta. "Ég fagna þessari afstöðu Kristjáns, sem er til þess að fallin að efla samstöðu um þetta verkefni," Kristján Þór segir afstöðu sína vera eins konar sáttatillögu. "Staðarval álvers hefur verið deilumál hér á Norðurlandi og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best að þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér, að nefna Húsavík sem fyrsta kost, er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel," segir Kristján. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, telur ótímabært að ræða um staðarvalið með þeim hætti sem Kristján hefur gert. "Það eru ennþá skiptar skoðanir um hvernig iðnað við viljum byggja upp á Norðurlandi og því tel ég óeðlilegt að strax sé farið að raða stöðunum niður eftir röð. Það þarf að ræða þetta mál nánar og betur til þess að sáttin um málið geti á endanum verið víðtæk og marktæk," segir Ársæll og leggur áherslu á að óvissuþættirnir séu ennþá margir í þessu máli. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það ekki koma á óvart að Alcoa sé að undirbúa uppsetningu álvers á Norðurlandi. "Iðnaðarráðherra hefur alltaf talað fyrir uppbyggingu álvers á Norðurlandi og því kemur mér ekki á óvart að samstaða um þá uppbyggingu sé að aukast," segir Árni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira