Vanbúnum jöklaförum er voðinn vís 18. maí 2005 00:01 Hjörleifur er einn af eigendum fyrirtækisins Íslenskir fjallaleiðsögumenn og hefur fylgt fólki upp á Hvannadalshnúk síðustu 10 árin, nú síðast um hvítasunnuhelgina. Hann hefur áhyggjur af göngufólki sem leggur vanbúið upp á jökulinn á eigin spýtur og hyggst nýta sér slóð atvinnuleiðsögumanna, án þess að vera með þeim í hópi. Þannig fólk verður hann oft var við, til dæmis um síðustu helgi. "Þarna voru að minnsta kosti þrír einstaklingar utan við leiðsögn. Tveir voru saman en höfðu ekki línu á milli sín og sá þriðji var aleinn og hafði hvorki brodda né annan nauðsynlegan útbúnað," segir hann og telur þessa menn einungis heppna að hafa sloppið við hremmingar. Hann segir alltaf varasamar sprungur á leiðinni upp á Hvannadalshnúk, jafnvel yfir hundrað metra djúpar. "Seinni part dagsins geta snjóbrýr yfir slíkar sprungur hafa veikst mikið frá því um morguninn þegar heitt er í veðri. Ef menn eru ekki með línur eru menn í stórhættu en halda að allt sé í lagi," lýsir hann. Hjörleifur óttast að hann og aðrir leiðsögumenn á hnjúkinn geti fyrr eða síðar lent í meiriháttar björgunaraðgerðum. "Þetta svæði verður æ vinsælla og er orðið þekkt sem aflraun. Þá er fullt af fólki á fjallinu sem er í ágætis formi en hefur engan áhuga á fjallamennsku og enga kunnáttu á því sviði heldur vill skella sér upp af því það er svo sérstök upplifun" Hjörleifur tekur skýrt fram að þeir sem voru í skipulögðum ferðum á hnjúkinn um hvítasunnuhelgina á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Einars Sigurðssonar á Hofsnesi voru að sjálfsögðu með útbúnað og öryggisatriði í lagi. Ferðalög Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira
Hjörleifur er einn af eigendum fyrirtækisins Íslenskir fjallaleiðsögumenn og hefur fylgt fólki upp á Hvannadalshnúk síðustu 10 árin, nú síðast um hvítasunnuhelgina. Hann hefur áhyggjur af göngufólki sem leggur vanbúið upp á jökulinn á eigin spýtur og hyggst nýta sér slóð atvinnuleiðsögumanna, án þess að vera með þeim í hópi. Þannig fólk verður hann oft var við, til dæmis um síðustu helgi. "Þarna voru að minnsta kosti þrír einstaklingar utan við leiðsögn. Tveir voru saman en höfðu ekki línu á milli sín og sá þriðji var aleinn og hafði hvorki brodda né annan nauðsynlegan útbúnað," segir hann og telur þessa menn einungis heppna að hafa sloppið við hremmingar. Hann segir alltaf varasamar sprungur á leiðinni upp á Hvannadalshnúk, jafnvel yfir hundrað metra djúpar. "Seinni part dagsins geta snjóbrýr yfir slíkar sprungur hafa veikst mikið frá því um morguninn þegar heitt er í veðri. Ef menn eru ekki með línur eru menn í stórhættu en halda að allt sé í lagi," lýsir hann. Hjörleifur óttast að hann og aðrir leiðsögumenn á hnjúkinn geti fyrr eða síðar lent í meiriháttar björgunaraðgerðum. "Þetta svæði verður æ vinsælla og er orðið þekkt sem aflraun. Þá er fullt af fólki á fjallinu sem er í ágætis formi en hefur engan áhuga á fjallamennsku og enga kunnáttu á því sviði heldur vill skella sér upp af því það er svo sérstök upplifun" Hjörleifur tekur skýrt fram að þeir sem voru í skipulögðum ferðum á hnjúkinn um hvítasunnuhelgina á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Einars Sigurðssonar á Hofsnesi voru að sjálfsögðu með útbúnað og öryggisatriði í lagi.
Ferðalög Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira