Bjargað þrekuðum og sjóblautum 16. maí 2005 00:01 Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira