Gervigreindarsetur stofnað 10. maí 2005 00:01 Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. Þeir hafa síðastliðið ár unnið að rannsóknum á þessu sviði fyrir HR en umfangið var orðið svo mikið að þeim fannst tími til kominn að stofna formlegt setur sem var gert nú í apríl. "Heimurinn er orðinn mjög tæknilega flókinn," segir Yngvi sem segir stofnun setursins vera einn lið í því að stuðla að þróun hátækniiðnaðar hér á landi. Ætlunin sé að tengja starf stofnunarinnar við atvinnulífið en einnig verði unnin rannsóknarvinna í samstarfi við háskóla í Norður Ameríku og Evrópu. Kristinn telur stofnunina hafa töluverða þýðingu í alþjóðlegu samhengi. Breidd í námi aukist sem geri Ísland samkeppnishæfara. "Með stofnuninni gefst okkur möguleiki á að hafa áhrif á sviðið sem er mikill munur frá því að fylgja öðrum eftir," segir Kristinn sem finnst mjög spennandi að fá að móta nýtt svið sem á eftir að hafa mikil áhrif eftir nokkur ár. Sú mynd sem Hollywood hefur gefið okkur af gervigreind er af ofurgreindum vélmennum í leit að heimsyfirráðum. Yngvi telur töluvert í að sú mynd verði að raunveruleika. Í dag nýtist tæknin í iðnaði, viðskiptalífi og víðar. Til dæmis í stýrikerfum heimilistækja og í kerfum sem spái fyrir um þróun á fjármálamarkaði. "Hugbúnaðurinn lærir á þig í stað þess að þú lærir á hann," segir Yngvi og nefnir sem dæmi gervihnéð sem Össur hefur nýlega fengið alþjóðleg verðlaun fyrir. Gervigreindin hefur einnig verið notuð í tölvuleikjum. Þar eru búnar til sýndararverur gæddar mannlegum eiginleikum bæði til skemmtunar og rannsókna. Yngvi segir leikina hentuga þar sem þeir skapi rannsóknarstofuumhverfi þar sem tölvunarfræðingar geti stýrt umhverfinu eins og eðlisfræðingar á rannsóknarstofu. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. Þeir hafa síðastliðið ár unnið að rannsóknum á þessu sviði fyrir HR en umfangið var orðið svo mikið að þeim fannst tími til kominn að stofna formlegt setur sem var gert nú í apríl. "Heimurinn er orðinn mjög tæknilega flókinn," segir Yngvi sem segir stofnun setursins vera einn lið í því að stuðla að þróun hátækniiðnaðar hér á landi. Ætlunin sé að tengja starf stofnunarinnar við atvinnulífið en einnig verði unnin rannsóknarvinna í samstarfi við háskóla í Norður Ameríku og Evrópu. Kristinn telur stofnunina hafa töluverða þýðingu í alþjóðlegu samhengi. Breidd í námi aukist sem geri Ísland samkeppnishæfara. "Með stofnuninni gefst okkur möguleiki á að hafa áhrif á sviðið sem er mikill munur frá því að fylgja öðrum eftir," segir Kristinn sem finnst mjög spennandi að fá að móta nýtt svið sem á eftir að hafa mikil áhrif eftir nokkur ár. Sú mynd sem Hollywood hefur gefið okkur af gervigreind er af ofurgreindum vélmennum í leit að heimsyfirráðum. Yngvi telur töluvert í að sú mynd verði að raunveruleika. Í dag nýtist tæknin í iðnaði, viðskiptalífi og víðar. Til dæmis í stýrikerfum heimilistækja og í kerfum sem spái fyrir um þróun á fjármálamarkaði. "Hugbúnaðurinn lærir á þig í stað þess að þú lærir á hann," segir Yngvi og nefnir sem dæmi gervihnéð sem Össur hefur nýlega fengið alþjóðleg verðlaun fyrir. Gervigreindin hefur einnig verið notuð í tölvuleikjum. Þar eru búnar til sýndararverur gæddar mannlegum eiginleikum bæði til skemmtunar og rannsókna. Yngvi segir leikina hentuga þar sem þeir skapi rannsóknarstofuumhverfi þar sem tölvunarfræðingar geti stýrt umhverfinu eins og eðlisfræðingar á rannsóknarstofu.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira