Ófremdarástand á RÚV 1. apríl 2005 00:01 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum