Innlent

Fischer stefnir stjórnvöldum

Bobby Fischer hefur stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir ólöglega frelsissviptingu vegna níu mánaða varðhaldsvistar í Japan. Þetta kemur fram á vefmiðlinum NBC San Diego. Í kærunni segir að japönsk stjórnvöld hafi að undirlægi bandarískra stjórnvalda haldið skákmeistaranum í slæmum aðbúnaði þar til hann samþykkti að snúa aftur til Bandaríkjanna. Fulltrúi bandaríska dómsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig um kæruna en tók fram að yfirvöld litu enn svo á að Fischer væri glæpamaður á flótta undan réttvísinni. Íslenskur ríkisborgararéttur virðist því engu hafa breytt.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×