Magnús endurkjörinn 5. mars 2005 00:01 Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. Formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson var einnig endurkjörinn en enginn bauð sig fram gegn honum. Sömu sögu er að segja um Margréti Sverrisdóttur, ritara flokksins. Mikil spenna var í loftinu á Kaffi Reykjavík fram eftir degi í gær. Í upphafi landsþings var ljóst að töluverður hópur fundarmanna vildi hvorki Magnús Þór eða Gunnar í embætti varaformanns og því hófst undirskriftarsöfnun til stuðnings Margréti. Þegar óskað var eftir tilnefningum í embætti varaformanna í gær nefndi fjöldi manna nafn Margrétar en í stuttri ræðu afþakkaði hún að vera tekin til greina í varaformannsembættið hún gaf hins vegar til kynn að hún ætti hugsanlega eftir að leita eftir þessum stuðningi síðar. "Ég tel mig núna vera í mjög sterkri stöðu en eins og í pottinn er búið þá sækist ég ekki eftir embætti varaformanns. Mér þætti hins vegar vænt um að eiga ykkur að þegar ég gef kost á mér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í framtíðinni," sagði hún við þinggesti. Um fimmtíu þinggestir höfðu undirritað áskorun um að Margrét gæfi kost á sér og sjö atkvæðaseðlar í varaformannskjörinu báru nafn hennar, auk þess sem um fjörutíu þinggestir tóku ekki þátt í kosningunni þegar í ljós kom að Margrét gæfi ekki kost á sér. Gunnar Örlyggson segir niðurstöðu kosninganna ekki hafa komið sér á óvart. "Ég átti von á því að tapa þessu kjöri, alveg sérstaklega eftir að formaðurinn lýsti því yfir í upphafi baráttunnar að hann tæki afstöðu með Magnúsi," segir Gunnar en tekur fram að hann virði afstöðu Guðjóns Arnars. "Ég held að það mikla persónufylgi sem okkar formaður nýtur hafi ráðið úrsiltum," segir Gunnar. "Að sjálfsögðu skiptir stuðningur Guðjóns Arnars mjög miklu máli. Við höfum alltaf átt vel saman alveg frá fyrstu stundu," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann kvaðst mjög þakklátur fyrir stuðninginn og sagði að nú þyrfti að skoða hvernig hægt væri að koma til móts við það sjónarmið Gunnars, sem hann lagði upp í kosningabaráttuna með, að Frjálslyndi flokkurinn ætti að færast lengra til hægri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. Formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson var einnig endurkjörinn en enginn bauð sig fram gegn honum. Sömu sögu er að segja um Margréti Sverrisdóttur, ritara flokksins. Mikil spenna var í loftinu á Kaffi Reykjavík fram eftir degi í gær. Í upphafi landsþings var ljóst að töluverður hópur fundarmanna vildi hvorki Magnús Þór eða Gunnar í embætti varaformanns og því hófst undirskriftarsöfnun til stuðnings Margréti. Þegar óskað var eftir tilnefningum í embætti varaformanna í gær nefndi fjöldi manna nafn Margrétar en í stuttri ræðu afþakkaði hún að vera tekin til greina í varaformannsembættið hún gaf hins vegar til kynn að hún ætti hugsanlega eftir að leita eftir þessum stuðningi síðar. "Ég tel mig núna vera í mjög sterkri stöðu en eins og í pottinn er búið þá sækist ég ekki eftir embætti varaformanns. Mér þætti hins vegar vænt um að eiga ykkur að þegar ég gef kost á mér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í framtíðinni," sagði hún við þinggesti. Um fimmtíu þinggestir höfðu undirritað áskorun um að Margrét gæfi kost á sér og sjö atkvæðaseðlar í varaformannskjörinu báru nafn hennar, auk þess sem um fjörutíu þinggestir tóku ekki þátt í kosningunni þegar í ljós kom að Margrét gæfi ekki kost á sér. Gunnar Örlyggson segir niðurstöðu kosninganna ekki hafa komið sér á óvart. "Ég átti von á því að tapa þessu kjöri, alveg sérstaklega eftir að formaðurinn lýsti því yfir í upphafi baráttunnar að hann tæki afstöðu með Magnúsi," segir Gunnar en tekur fram að hann virði afstöðu Guðjóns Arnars. "Ég held að það mikla persónufylgi sem okkar formaður nýtur hafi ráðið úrsiltum," segir Gunnar. "Að sjálfsögðu skiptir stuðningur Guðjóns Arnars mjög miklu máli. Við höfum alltaf átt vel saman alveg frá fyrstu stundu," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann kvaðst mjög þakklátur fyrir stuðninginn og sagði að nú þyrfti að skoða hvernig hægt væri að koma til móts við það sjónarmið Gunnars, sem hann lagði upp í kosningabaráttuna með, að Frjálslyndi flokkurinn ætti að færast lengra til hægri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira