Magnús endurkjörinn 5. mars 2005 00:01 Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. Formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson var einnig endurkjörinn en enginn bauð sig fram gegn honum. Sömu sögu er að segja um Margréti Sverrisdóttur, ritara flokksins. Mikil spenna var í loftinu á Kaffi Reykjavík fram eftir degi í gær. Í upphafi landsþings var ljóst að töluverður hópur fundarmanna vildi hvorki Magnús Þór eða Gunnar í embætti varaformanns og því hófst undirskriftarsöfnun til stuðnings Margréti. Þegar óskað var eftir tilnefningum í embætti varaformanna í gær nefndi fjöldi manna nafn Margrétar en í stuttri ræðu afþakkaði hún að vera tekin til greina í varaformannsembættið hún gaf hins vegar til kynn að hún ætti hugsanlega eftir að leita eftir þessum stuðningi síðar. "Ég tel mig núna vera í mjög sterkri stöðu en eins og í pottinn er búið þá sækist ég ekki eftir embætti varaformanns. Mér þætti hins vegar vænt um að eiga ykkur að þegar ég gef kost á mér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í framtíðinni," sagði hún við þinggesti. Um fimmtíu þinggestir höfðu undirritað áskorun um að Margrét gæfi kost á sér og sjö atkvæðaseðlar í varaformannskjörinu báru nafn hennar, auk þess sem um fjörutíu þinggestir tóku ekki þátt í kosningunni þegar í ljós kom að Margrét gæfi ekki kost á sér. Gunnar Örlyggson segir niðurstöðu kosninganna ekki hafa komið sér á óvart. "Ég átti von á því að tapa þessu kjöri, alveg sérstaklega eftir að formaðurinn lýsti því yfir í upphafi baráttunnar að hann tæki afstöðu með Magnúsi," segir Gunnar en tekur fram að hann virði afstöðu Guðjóns Arnars. "Ég held að það mikla persónufylgi sem okkar formaður nýtur hafi ráðið úrsiltum," segir Gunnar. "Að sjálfsögðu skiptir stuðningur Guðjóns Arnars mjög miklu máli. Við höfum alltaf átt vel saman alveg frá fyrstu stundu," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann kvaðst mjög þakklátur fyrir stuðninginn og sagði að nú þyrfti að skoða hvernig hægt væri að koma til móts við það sjónarmið Gunnars, sem hann lagði upp í kosningabaráttuna með, að Frjálslyndi flokkurinn ætti að færast lengra til hægri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. Formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson var einnig endurkjörinn en enginn bauð sig fram gegn honum. Sömu sögu er að segja um Margréti Sverrisdóttur, ritara flokksins. Mikil spenna var í loftinu á Kaffi Reykjavík fram eftir degi í gær. Í upphafi landsþings var ljóst að töluverður hópur fundarmanna vildi hvorki Magnús Þór eða Gunnar í embætti varaformanns og því hófst undirskriftarsöfnun til stuðnings Margréti. Þegar óskað var eftir tilnefningum í embætti varaformanna í gær nefndi fjöldi manna nafn Margrétar en í stuttri ræðu afþakkaði hún að vera tekin til greina í varaformannsembættið hún gaf hins vegar til kynn að hún ætti hugsanlega eftir að leita eftir þessum stuðningi síðar. "Ég tel mig núna vera í mjög sterkri stöðu en eins og í pottinn er búið þá sækist ég ekki eftir embætti varaformanns. Mér þætti hins vegar vænt um að eiga ykkur að þegar ég gef kost á mér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í framtíðinni," sagði hún við þinggesti. Um fimmtíu þinggestir höfðu undirritað áskorun um að Margrét gæfi kost á sér og sjö atkvæðaseðlar í varaformannskjörinu báru nafn hennar, auk þess sem um fjörutíu þinggestir tóku ekki þátt í kosningunni þegar í ljós kom að Margrét gæfi ekki kost á sér. Gunnar Örlyggson segir niðurstöðu kosninganna ekki hafa komið sér á óvart. "Ég átti von á því að tapa þessu kjöri, alveg sérstaklega eftir að formaðurinn lýsti því yfir í upphafi baráttunnar að hann tæki afstöðu með Magnúsi," segir Gunnar en tekur fram að hann virði afstöðu Guðjóns Arnars. "Ég held að það mikla persónufylgi sem okkar formaður nýtur hafi ráðið úrsiltum," segir Gunnar. "Að sjálfsögðu skiptir stuðningur Guðjóns Arnars mjög miklu máli. Við höfum alltaf átt vel saman alveg frá fyrstu stundu," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann kvaðst mjög þakklátur fyrir stuðninginn og sagði að nú þyrfti að skoða hvernig hægt væri að koma til móts við það sjónarmið Gunnars, sem hann lagði upp í kosningabaráttuna með, að Frjálslyndi flokkurinn ætti að færast lengra til hægri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira