Vill vernd fyrir sparifjáreigendur 14. febrúar 2005 00:01 Íslendingar eiga 280 milljarða króna inni á bankareikningum sínum. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, óttast að sú staða komi upp að bankarnir geti ekki greitt þetta út og vill aukna vernd fyrir sparifjáreigendur. Á Íslandi er til rúmlega ein milljón bankareikninga og meðalinnistæða á þeim er 250 þúsund krónur. Þetta þýðir að sparifjáreign landsmanna er 280 milljarðar króna og þá er ekki talin með verðbréfaeign. Á sama tíma lána bankarnir fé sem aldrei fyrr, í fyrra meira en tvöfölduðust útlánin. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af því að sú staða gæti komið upp að bankarnir geti ekki greitt sparifé landsmanna út ef kreppa skellur á. Hún segist hafa áhyggjur miðað við þá útlánaþenslu sem verið hafi hér á markaði hjá bönkum, mikla veðsetningu á eignum og umræðu víða um það að það gæti hugsanlega komið upp sama staða og var annars staðar á Norðurlöndum þar sem bankar lentu í verulegum skakkaföllum og hætta var á fólk missti þar sínar inneignir í bönkum. Þetta vilji hún fyrirbyggja. Ef bankarnir geta ekki greitt út féð er til sérstakur tryggingasjóður sem gerir það. Ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til fær hver einstaklingur að lágmarki 1,7 milljónir króna nema hann hafi átt minna inni á bankabókinni. Annars staðar á Norðurlöndum er þessi lágmarksupphæð nokkru hærri, eða 3,3 milljónir í Danmörku og 19 milljónir í Noregi. Jóhanna spurði viðskiptaráðherra á þingi hvort þetta væri næg vernd. Hún segist vilja tryggja að þeir sem eigi innistæður í bönkum lendi ekki í erfiðleikum vegna þessa og missi sparifé sitt í bönkunum. Viðskiptaráðherra svaraði því til að hún vildi skoða það að hækka upphæðina og til þess þyrftu bankarnir að greiða meira í tryggingasjóðinn en þeir gera nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Íslendingar eiga 280 milljarða króna inni á bankareikningum sínum. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, óttast að sú staða komi upp að bankarnir geti ekki greitt þetta út og vill aukna vernd fyrir sparifjáreigendur. Á Íslandi er til rúmlega ein milljón bankareikninga og meðalinnistæða á þeim er 250 þúsund krónur. Þetta þýðir að sparifjáreign landsmanna er 280 milljarðar króna og þá er ekki talin með verðbréfaeign. Á sama tíma lána bankarnir fé sem aldrei fyrr, í fyrra meira en tvöfölduðust útlánin. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af því að sú staða gæti komið upp að bankarnir geti ekki greitt sparifé landsmanna út ef kreppa skellur á. Hún segist hafa áhyggjur miðað við þá útlánaþenslu sem verið hafi hér á markaði hjá bönkum, mikla veðsetningu á eignum og umræðu víða um það að það gæti hugsanlega komið upp sama staða og var annars staðar á Norðurlöndum þar sem bankar lentu í verulegum skakkaföllum og hætta var á fólk missti þar sínar inneignir í bönkum. Þetta vilji hún fyrirbyggja. Ef bankarnir geta ekki greitt út féð er til sérstakur tryggingasjóður sem gerir það. Ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til fær hver einstaklingur að lágmarki 1,7 milljónir króna nema hann hafi átt minna inni á bankabókinni. Annars staðar á Norðurlöndum er þessi lágmarksupphæð nokkru hærri, eða 3,3 milljónir í Danmörku og 19 milljónir í Noregi. Jóhanna spurði viðskiptaráðherra á þingi hvort þetta væri næg vernd. Hún segist vilja tryggja að þeir sem eigi innistæður í bönkum lendi ekki í erfiðleikum vegna þessa og missi sparifé sitt í bönkunum. Viðskiptaráðherra svaraði því til að hún vildi skoða það að hækka upphæðina og til þess þyrftu bankarnir að greiða meira í tryggingasjóðinn en þeir gera nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira