Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir káf

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun sjötugan mann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað káfað á barnabarni eiginkonu sinnar. Barnið var tólf ára þegar athæfið átti sér stað.  Maðurinn var fundinn sekur um að hafa káfað á stúlkunni margítrekað á árunum 2000 og 2001. Á sama tímabili fór hann einnig fram á að fá að hafa samræði við stúlkuna. Stúlkan er barnabarn eiginkonu mannsins og var á þrettánda ári þegar atburðirnir áttu sér stað. Í dómnum segir að líta beri til þess að maðurinn hafi misnotað sér gróflega aðstöðu sína og jafnframt trúnaðartraust stúlkunnnar, enda hafi hann haft umsjárskyldum að gegna gagnvart henni á heimili sínu. Á hinn bóginn er bent á að maðurinn iðrist mjög gjörða sinna, sé orðinn sjötíu ára gamall og sé auk þess mjög hjartveill. Vegna þessa hafi þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða 350 þúsund krónur, auk dráttarvaxta, í miskabætur til handa stúlkunni sem þjáðst hefur af áfallastreitu eftir atburðina, að mati félagsráðgjafa sem fenginn var til þess að leggja mat á líðan hennar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×