Innlent

Skerpt á lögum Samkeppnisstofnunar

Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja sérstök lög um hringamyndun. Í staðinn verður skerpt á lögum um Samkeppnisstofnun og verður frumvarp þess efnis lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir það misskilning að lög um hringamyndun séu í farvatninu. Ætlunin sé að virkja Samkeppnisstofnun og breyta henni í Samkeppniseftirlit þannig að skýrar verði kveðið á um hlutverk stofnunarinnar og veita henni aukið fjármagn. Það hefur verið óljóst hvernig á að beita viðurlögum fyrir brot af þessu tagi og samkeppnisyfirvöld og lögreglan hafa deilt um forræði þessara mála. Valgerður segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvor mun fara með þau mál sem upp kunna að koma í framtíðinni en verið sé að fara yfir það á vegum forsætisráðherra.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×