Innlent

Mótmæla sölu grunnnets Símans

Fjarskiptafyrirtækin Og Vodafone og eMax og INTER, samtök aðila sem veita netþjónustu, mótmæla fyrirhugaðri sölu á grunnneti Símans, sem þau segja eina mikilvægustu auðlind Íslendinga. Er þess krafist í fréttatilkynningu frá félögunum þremur að að grunnnetið verði undanskilið þegar Síminn verður seldur einkaaðilum. Í tilkynningunni segir enn fremur að reynslan hafi sýnt að samkeppnisyfirvöld og Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki haft bolmagn til að standa vörð um að leikreglum sé fylgt í harðvítugri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sú tortryggni sem ríkt hafi í garð Símans hjá öllum frjálsum fyrirtækjum á þessum markaði hafi verið mikil og muni aukast enn verði grunnentið selt. Þá segir að yfirvöld samkeppnismála hér á landi hafi skilgreint það svo að fjarskiptamarkaðurinn hafi ekki forgang. Þetta hafi leitt til þess að Síminn hafi í krafti stærðar sinnar og aðstöðu til að beita tæknilegum viðskiptahindrunum getað haldið aftur af eðlilegri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sem handahafi grunnnetsins hafi Síminn beitt mikilli hörku gagnvart keppinautum og alþekkt er að sú harka aukist þegar ríkisfyrirtæki komist í eigu einkaaðila. Þá er bent á að enn eigi mörg byggðarlög og fólk dreifbýli ekki kost á háhraðanettengingu og eftir eigi að ljúka uppbyggingu dreifikerfis fyrir GSM-síma. Ljóst sé að einkaaðilar muni gera ríkari kröfur til arðsemi en ríkið hafi gert. Verði grunnnetið selt sé ljóst að þessi byggðarlög verði ekki samkeppnishæf um fólk eða fyrirtæki í framtíðinni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×