Innlent

Berst fyrir frelsi hugbúnaðar

Richard M. Stallman, hugbúnaðarfrömuður og baráttumaður gegn einkaleyfisbundnum hugbúnaði hélt á mánudag og þriðjudag tvo fyrirlestra í Kennaraháskóla Íslands. Stallmann er stofnandi "Free Software Foundation" og stofnandi GNU verkefnisins. GNU er stýrikerfi sem byggir á hugsjónum svokallaðs "frjáls" hugbúnaðar, en það þýðir að fólki er frjálst að afrita, dreifa og breyta hugbúnaðinum að vild. Víða eru í notkun GNU stýrikerfi á Linux grunni. Í fyrri fyrirlestrinum fjallaði Stallman um höfundarrétt og hvernig hann hentaði illa í tölvuumhverfi nútímans. Hann segir stórfyrirtæki sem hagnast á höfundarrétti berjast fyrir strangari löggjöf um þau um leið og hamlað sé gegn aðgengi almennings að tækni. Stallman segir að til þess að ýta undir framfarir þurfi aftur á móti að auka frelsi og aðgengi. Í seinni fyrirlestri sínum ræddi Stallman um hvernig einkaleyfi í hugbúnaði hamli framþróun og hönnun hugbúnaðar, því þau setji í raun hugmyndum skorður. Frekari upplýsingar um Stallman og "frjálsan" hugbúnað má finna á slóðinni stallman.org.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×