Innlent

Gagarín tilnefnt til verðlauna

Verkið "Hvernig verður þjóð til?" sem Gagarín vann fyrir Þjóðminjasafn Íslands er tilnefnt til norrænu Möbius margmiðlunarverðlauna. Pia Reunala, framleiðandi Prix Möbius Nordica, segir verkið eitt af tíu sem valin hafi verið úr hópi þeirra 55 sem bárust í keppnina, þar af hafi fimmtán verið frá Íslandi. Margmiðlunarverk Gagarín er tilnefnt í flokknum menningararfleifð og listir og kynna þeir útvöldu verk sín í Helsinki 29. janúar. Vinningshafinn verður þá valinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×