Innlent

Kærðir fyrir brot á höfundarrétti

Félag hljómplötuframleiðenda, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, Samtök myndrétthafa á Íslandi og Framleiðendafélagið hafa lagt fram kærur til Ríkislögreglustjóra á hendur 10 mönnum á fimm svokölluðum tengipunktum fyrir gróf brot á höfundaréttarrlögum. Mennirnir eiga að hafa fjölfaldað og gert umtalsverðan fjölda af tónlistarverkum, kvikmyndum, sjónvarpsefni og tölvuleikjum aðgengilegan fjölmennum hópi fólks um Netið. Auk þess er einn maður kærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra en hann gerði verkin aðgengileg á þeim tengipunktum sem hann stjórnaði. Hinir kærðu voru aðilar að tengipunktunum Forgardur.no-ip.biz, Valholl.deilir.is,  Midgardur.deilir.is,  zaturnus.no-ip.biz og Temphub.gotdns.org.  Sambærilegar kærur hafa á síðustu dögum verið lagðar fram alls staðar á Norðurlöndum, en það gera rétthafasamtök viðkomandi landa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×