Fischer ekki framseldur 30. mars 2005 00:01 Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi og hefur það þegar verið gert af hálfu embættisins en að öðru leyti var erindið sent til dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu, sem barst á tölvupósti, var látið í það skína að hugsanlega verði farið fram á að Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Fréttamenn sem biðu fregna af ríkisstjórnarfundi í morgun hittu á James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, sem var á leið af fundi við starfsmann ráðuneytisins. Hann og Davíð Oddsson virðast sammála um vera ósammála um mál Fischers og að það komi ekki til með að spilla góðu vináttusambandi þjóðanna. Sendiherrann sagði litið svo á að Fischer sé á flótta undan bandarískri réttvísi og að aðgerðir íslenskra stjórnvalda valdi Bandaríkjamönnum heilabrotum. Sendiherrann sagði bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa ýmis mál Fischer til skoðunar en segist ekki hafa heimild til að gefa upp hvers kyns mál það eru. Hann sagði íslensku ríkisstjórnina lengi hafa verið kunnugt um vonbrigði með tilboðið um dvalarleyfið, og þá segi það sig eiginlega sjálft varðandi ríkisborgararéttinn. „Þessu hefur verið komið til skila eftir eðlilegum samskiptaleiðum ríkjanna,“ sagði Gadsden og bætti við að enn ríkti vinátta á milli þjóðanna. Davíð Oddsson segir álit bandarískra stjórnvalda á nýjum ríkisborgararétti Fischers engu breyta. Það sé ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Þá segir hann ummæli Fischers um gyðinga vera óásættanleg en fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi og hefur það þegar verið gert af hálfu embættisins en að öðru leyti var erindið sent til dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu, sem barst á tölvupósti, var látið í það skína að hugsanlega verði farið fram á að Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Fréttamenn sem biðu fregna af ríkisstjórnarfundi í morgun hittu á James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, sem var á leið af fundi við starfsmann ráðuneytisins. Hann og Davíð Oddsson virðast sammála um vera ósammála um mál Fischers og að það komi ekki til með að spilla góðu vináttusambandi þjóðanna. Sendiherrann sagði litið svo á að Fischer sé á flótta undan bandarískri réttvísi og að aðgerðir íslenskra stjórnvalda valdi Bandaríkjamönnum heilabrotum. Sendiherrann sagði bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa ýmis mál Fischer til skoðunar en segist ekki hafa heimild til að gefa upp hvers kyns mál það eru. Hann sagði íslensku ríkisstjórnina lengi hafa verið kunnugt um vonbrigði með tilboðið um dvalarleyfið, og þá segi það sig eiginlega sjálft varðandi ríkisborgararéttinn. „Þessu hefur verið komið til skila eftir eðlilegum samskiptaleiðum ríkjanna,“ sagði Gadsden og bætti við að enn ríkti vinátta á milli þjóðanna. Davíð Oddsson segir álit bandarískra stjórnvalda á nýjum ríkisborgararétti Fischers engu breyta. Það sé ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Þá segir hann ummæli Fischers um gyðinga vera óásættanleg en fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira