Innlent

Síminn: Gengið frá stóru atriðunum

Gengið verður frá síðustu stóru atriðunum í sambandi við sölu Símans á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Málefni Símans voru ekki á dagskrá ríkisstjórnarfundar sem haldinn var í morgun, eins og búist hafði verið við. Davíð og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sátu hins vegar tveir áfram á fundi eftir að ríkisstjórnarfundinum lauk. Utanríkisráðherra sagði þá hafa rætt um söluferli Símans en engar ákvarðanir hefðu verið teknar á fundinum, enda þyrftu fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra að vera viðstaddir til þess. Davíð segir að eftir sé að ákveða nokkur stór atriði í sambandi við sölu Símans, áður en hægt sé að auglýsa hann til sölu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×