Jónarnir báðir álitleg ráðherraefni 12. desember 2005 19:01 Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson koma sterklega til álita sem ráðherraefni Samfylkingarinnar, ef sú staða kemur upp að leita þurfi út fyrir þingflokkinn. Þetta segir formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að stór hópur framsóknarmanna eigi samleið með Samfylkingunni en telur umræðu um sameiningu flokka ekki tímabæra. Þingflokkur Samfylkingarinnar ásamt framkvæmdastjórn og framtíðarhópi sitja nú tveggja daga vinnufund á hinu nýreista Hótel Hamri við Borgarnes. Það var ekki erfitt að giska á hvert væri helsta umræðuefnið í kaffihléinu. Það var heimkoma Jóns Baldvins og viðtalið í Silfri Egils í gær. Þar kvaðst Jón Baldvin hafa ódrepandi og vaxandi áhuga á pólitík og hann væri nú róttækari en áður. Hann kvaðst þó enga löngun hafa til að setjast inn á Alþingi að nýju. Spurður hvort hann myndi hafna ráðherraembætti yrði slíkt boðið kvaðst Jón Baldvin ekki skorast undan ábyrgð. Ingibjörg Sólrún segir það gríðarlega auðlind fyrir Samfylkinguna að eiga mann eins og Jón Baldvin innan sinnan vébanda. Hann geti orðið mikil hugmyndaveita fyrir Samfylkinguna. Hún rifjaði upp að Jón Baldvin sagði í Silfri Egils í gær að hann hefði ekki áhuga á að setjast aftur að karpi í þinginu en að hann myndi ekki skorast undan ábyrgð ef hann yrði beðinn um að taka að sér ráðherraembætti. Hún sagði óvíst hverjir yrðu í framboði fyrir Samfylkinguna næst og hverjir yrðu ráðherraefni. Hins vegar kæmu bæði Jón Baldvin og Jón Sigurðsson til greina sem ráðherrar ef Samfylkingin þyrfti að leita út fyrir þinglið sitt að ráðherra. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson koma sterklega til álita sem ráðherraefni Samfylkingarinnar, ef sú staða kemur upp að leita þurfi út fyrir þingflokkinn. Þetta segir formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að stór hópur framsóknarmanna eigi samleið með Samfylkingunni en telur umræðu um sameiningu flokka ekki tímabæra. Þingflokkur Samfylkingarinnar ásamt framkvæmdastjórn og framtíðarhópi sitja nú tveggja daga vinnufund á hinu nýreista Hótel Hamri við Borgarnes. Það var ekki erfitt að giska á hvert væri helsta umræðuefnið í kaffihléinu. Það var heimkoma Jóns Baldvins og viðtalið í Silfri Egils í gær. Þar kvaðst Jón Baldvin hafa ódrepandi og vaxandi áhuga á pólitík og hann væri nú róttækari en áður. Hann kvaðst þó enga löngun hafa til að setjast inn á Alþingi að nýju. Spurður hvort hann myndi hafna ráðherraembætti yrði slíkt boðið kvaðst Jón Baldvin ekki skorast undan ábyrgð. Ingibjörg Sólrún segir það gríðarlega auðlind fyrir Samfylkinguna að eiga mann eins og Jón Baldvin innan sinnan vébanda. Hann geti orðið mikil hugmyndaveita fyrir Samfylkinguna. Hún rifjaði upp að Jón Baldvin sagði í Silfri Egils í gær að hann hefði ekki áhuga á að setjast aftur að karpi í þinginu en að hann myndi ekki skorast undan ábyrgð ef hann yrði beðinn um að taka að sér ráðherraembætti. Hún sagði óvíst hverjir yrðu í framboði fyrir Samfylkinguna næst og hverjir yrðu ráðherraefni. Hins vegar kæmu bæði Jón Baldvin og Jón Sigurðsson til greina sem ráðherrar ef Samfylkingin þyrfti að leita út fyrir þinglið sitt að ráðherra.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira