Impregilo skuldar hundruð milljóna 10. janúar 2005 00:01 Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira