Rökstuðningur ekki fullnægjandi 10. júní 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira