Rökstuðningur ekki fullnægjandi 10. júní 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira