Telur þingmennsku styrkja framboð 28. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur að það styrki framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar að hún taki við þingmennsku í haust því að það hafi verið notað sem rök gegn framboðinu að hún sitji ekki á Alþingi. Ákvörðun Bryndísar Hlöðversdóttur um að láta af þingmennsku 1. ágúst var kynnt þingflokki Samfylkingarinnar í dag. Þingmenn segjast sjá mikið eftir Bryndísi. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir þó að hún hljóti að fagna því að Bryndísi standi til boða að staða eins og deildarforsetastaðan sem sýni hversu málefnalega og heiðarlega hún hafi starfað. Hún sé þekkt af því og ef svo væri ekki stæði henni aldrei til boða staða eins og þessi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun taka við þingmennsku af Bryndísi. Hún segir að afsögn Bryndísar tengist ekki átökum um formannsembættið á nokkurn hátt. Hún sjái mikið eftir Bryndísi sem hafi verið kjölfesta í þingflokknum. Ingibjörg segir enn fremur að þetta sé mikil ögrun og spennandi verkefni fyrir Bryndísi að takast á við og sýni það að gott fólk eigi alltaf margra kosta völ. Aðspurð hvort lagt hafi verið að Bryndísi að hætta á einn eða annan hátt segir Ingibjörg það af og frá. Það sé fráleitt að vera með samsæriskenningar í því efni. Því í ósköpunum eigi fólk sem gegni veigamiklu starfi og geri það vel gefa það eftir. Aðspurð hvort hún telji að ákvörðun Bryndísar styrki stöðu hennar í formannsslag Samfylkingarinnar segir Ingibjörg að það megi frekar orða það þannig að það hafi verið talinn veikleiki á framboði hennar, og hún sé ekki endilega sammála því, að hún ætti ekki sæti á þingi. Sú röksemdarfærsla hljóti nú að vera úr sögunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur að það styrki framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar að hún taki við þingmennsku í haust því að það hafi verið notað sem rök gegn framboðinu að hún sitji ekki á Alþingi. Ákvörðun Bryndísar Hlöðversdóttur um að láta af þingmennsku 1. ágúst var kynnt þingflokki Samfylkingarinnar í dag. Þingmenn segjast sjá mikið eftir Bryndísi. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir þó að hún hljóti að fagna því að Bryndísi standi til boða að staða eins og deildarforsetastaðan sem sýni hversu málefnalega og heiðarlega hún hafi starfað. Hún sé þekkt af því og ef svo væri ekki stæði henni aldrei til boða staða eins og þessi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun taka við þingmennsku af Bryndísi. Hún segir að afsögn Bryndísar tengist ekki átökum um formannsembættið á nokkurn hátt. Hún sjái mikið eftir Bryndísi sem hafi verið kjölfesta í þingflokknum. Ingibjörg segir enn fremur að þetta sé mikil ögrun og spennandi verkefni fyrir Bryndísi að takast á við og sýni það að gott fólk eigi alltaf margra kosta völ. Aðspurð hvort lagt hafi verið að Bryndísi að hætta á einn eða annan hátt segir Ingibjörg það af og frá. Það sé fráleitt að vera með samsæriskenningar í því efni. Því í ósköpunum eigi fólk sem gegni veigamiklu starfi og geri það vel gefa það eftir. Aðspurð hvort hún telji að ákvörðun Bryndísar styrki stöðu hennar í formannsslag Samfylkingarinnar segir Ingibjörg að það megi frekar orða það þannig að það hafi verið talinn veikleiki á framboði hennar, og hún sé ekki endilega sammála því, að hún ætti ekki sæti á þingi. Sú röksemdarfærsla hljóti nú að vera úr sögunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira