36 rán að meðaltali á ári 20. júní 2005 00:01 Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira