Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi 24. maí 2005 00:01 Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira