Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum 30. ágúst 2005 00:01 Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira