Ótrúlegar skýringar segir Byko 27. október 2005 06:15 Ásdís Halla Bragadóttir Auglýsingastofan Gott fólk segir Húsasmiðjuna verða að upplýsa um hvernig standi á að auglýsing fyrirtækisins hafi verið nauðalík annarri óbirtri sem auglýsingastofan vann fyrir Byko. "Okkur finnst gróflega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverrisson, annar framkvæmdastjóra Góðs fólks. "Með ólíkindum er að tveir risar á byggingavörumarkaði skuli koma fram með nákvæmlega sömu hugmyndina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir tilviljun hafa ráðið hversu líkar dagblaðaauglýsingarnar voru. "Ef ég hefði séð auglýsingu Byko hefði ég að sjálfsögðu ekki gert alveg eins auglýsingu, það er náttúrlega fáránlegt," segir hann og upplýsir að fyrirtækið hafi dregið ályktun um yfirvofandi auglýsingaherferð Byko af tilfallandi tali tveggja manna. "Fyrst við vorum tilbúnir með herferð sem var búin að bíða í nokkurn tíma ákváðum við bara að vera á undan." Hann áréttar þó að Húsasmiðjumenn hafi hvorki séð auglýsingar frá keppinautnum né haft um það vissu hvort, eða hvenær þær kæmu. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, segir ábyrgðarhluta að lýsa yfir verðvernd og því hafi málið verið undirbúið mjög vandlega og reynt að tryggja nokkra leynd yfir herferðinni fram á síðustu stundu. "Mér finnst tilviljunin ótrúleg að bæði fyrirtækin lýsi því yfir sama dag að þau taki upp verðvernd og að uppleggið í auglýsingu Húsasmiðjunnar sé efnislega það sama og hjá Byko. Tilviljunin er svo ótrúleg að þeir hljóta að hafa fengið trúnaðarupplýsingar í þessu tveggja manna tali. Mér finnst dapurlegt að þær skuli hafa borist þeim og enn dapurlegra að þeir skyldu misnota þær með þeim hætti sem þeir gerðu." Innlent Viðskipti Mest lesið Neyðarlending á þjóðveginum Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Innlent Allt farið í hund og kött á þinginu Innlent Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Innlent „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Erlent Skipstjórinn svarar fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Neyðarlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Dregur vélarvana bát að landi Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Oscar hafi veitt takmörkuð svör Skipstjórinn svarar fyrir sig Lyfjanotkun eldri borgara og mótmæli á Austurvelli „Við erum klár í bátana og með sterka innviði“ Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sjá meira
Auglýsingastofan Gott fólk segir Húsasmiðjuna verða að upplýsa um hvernig standi á að auglýsing fyrirtækisins hafi verið nauðalík annarri óbirtri sem auglýsingastofan vann fyrir Byko. "Okkur finnst gróflega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverrisson, annar framkvæmdastjóra Góðs fólks. "Með ólíkindum er að tveir risar á byggingavörumarkaði skuli koma fram með nákvæmlega sömu hugmyndina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir tilviljun hafa ráðið hversu líkar dagblaðaauglýsingarnar voru. "Ef ég hefði séð auglýsingu Byko hefði ég að sjálfsögðu ekki gert alveg eins auglýsingu, það er náttúrlega fáránlegt," segir hann og upplýsir að fyrirtækið hafi dregið ályktun um yfirvofandi auglýsingaherferð Byko af tilfallandi tali tveggja manna. "Fyrst við vorum tilbúnir með herferð sem var búin að bíða í nokkurn tíma ákváðum við bara að vera á undan." Hann áréttar þó að Húsasmiðjumenn hafi hvorki séð auglýsingar frá keppinautnum né haft um það vissu hvort, eða hvenær þær kæmu. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, segir ábyrgðarhluta að lýsa yfir verðvernd og því hafi málið verið undirbúið mjög vandlega og reynt að tryggja nokkra leynd yfir herferðinni fram á síðustu stundu. "Mér finnst tilviljunin ótrúleg að bæði fyrirtækin lýsi því yfir sama dag að þau taki upp verðvernd og að uppleggið í auglýsingu Húsasmiðjunnar sé efnislega það sama og hjá Byko. Tilviljunin er svo ótrúleg að þeir hljóta að hafa fengið trúnaðarupplýsingar í þessu tveggja manna tali. Mér finnst dapurlegt að þær skuli hafa borist þeim og enn dapurlegra að þeir skyldu misnota þær með þeim hætti sem þeir gerðu."
Innlent Viðskipti Mest lesið Neyðarlending á þjóðveginum Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Innlent Allt farið í hund og kött á þinginu Innlent Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Innlent „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Erlent Skipstjórinn svarar fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Neyðarlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Dregur vélarvana bát að landi Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Oscar hafi veitt takmörkuð svör Skipstjórinn svarar fyrir sig Lyfjanotkun eldri borgara og mótmæli á Austurvelli „Við erum klár í bátana og með sterka innviði“ Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sjá meira