Sagandi konur sýna 7. desember 2005 15:45 Fjórar af sex. Kanínan er hluti af sýningunni sem nú stendur yfir hjá Sævari Karli. "Sagandi er hægur jafn vindur, samkvæmt orðabókinni," segir Ólöf Björg Björnsdóttir, ein af sex myndlistarkonum sem opnuðu um síðustu helgi sýningu í galleríi Sævars Karls við Bankastræti. Yfirskrift sýningarinnar er Sagandi, orð sem þær heilluðust af og sjá ýmsar merkingar í. "Í þessu orði er bæði saga og andi," segir Ólöf Björg, en í sýningarskrá segir að orðið hvorki skilgreini sýninguna né setji henni mörk heldur geri það "tengingar og hvörf óljós þar sem fátt verður nokkurn tíma fullskilgreint og afmarkað". Þær hafa því býsna frjálsar hendur en Ólöf segir þær hafa lagt mikið upp úr því að hafa ljúfa og mjúka stemningu í sýningarsalnum. "Við breyttum lýsingunni í salnum, settum upp aðra kastara til að fá þessa mýkt. Verkin verða ljóðrænni í þannig rými." Auk Ólafar eiga þær Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir og Margrét M. Norðdahl verk á sýningunni. "Hver okkar sýnir eitt verk en það getur verið samsett úr mörgum þáttum," segir Ólöf Björg, sem sjálf sýnir málverk af konu. Málverkið er í glerkassa og í kassanum er einnig lifandi kanína sem listakonan tekur með sér heim á kvöldin. Á sýningunni gætir annars ýmissa grasa. Þar má líta málverk og skúlptúra af ýmsu tagi. Þannig sýnir Hrund öndvegissúlu, Hlaðgerður Íris kemur með framtíðarsýn, Kolbrá er með kynlausan Elvis, Kristín Helga með flæðarmál og Margrét með söfnunarseríu. Ólöf Björg segir einlægnina ráða ríkjum í samstarfi þeirra. "Okkur er öllum alvara með því sem við erum að gera og svo magnast krafturinn þegar við komum saman í staðinn fyrir að vera alltaf hver í sínu horni að gera eitthvað." Sýningunni lýkur á aðfangadag og verður opin á sama tíma og verslun Sævars Karls. Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Sagandi er hægur jafn vindur, samkvæmt orðabókinni," segir Ólöf Björg Björnsdóttir, ein af sex myndlistarkonum sem opnuðu um síðustu helgi sýningu í galleríi Sævars Karls við Bankastræti. Yfirskrift sýningarinnar er Sagandi, orð sem þær heilluðust af og sjá ýmsar merkingar í. "Í þessu orði er bæði saga og andi," segir Ólöf Björg, en í sýningarskrá segir að orðið hvorki skilgreini sýninguna né setji henni mörk heldur geri það "tengingar og hvörf óljós þar sem fátt verður nokkurn tíma fullskilgreint og afmarkað". Þær hafa því býsna frjálsar hendur en Ólöf segir þær hafa lagt mikið upp úr því að hafa ljúfa og mjúka stemningu í sýningarsalnum. "Við breyttum lýsingunni í salnum, settum upp aðra kastara til að fá þessa mýkt. Verkin verða ljóðrænni í þannig rými." Auk Ólafar eiga þær Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir og Margrét M. Norðdahl verk á sýningunni. "Hver okkar sýnir eitt verk en það getur verið samsett úr mörgum þáttum," segir Ólöf Björg, sem sjálf sýnir málverk af konu. Málverkið er í glerkassa og í kassanum er einnig lifandi kanína sem listakonan tekur með sér heim á kvöldin. Á sýningunni gætir annars ýmissa grasa. Þar má líta málverk og skúlptúra af ýmsu tagi. Þannig sýnir Hrund öndvegissúlu, Hlaðgerður Íris kemur með framtíðarsýn, Kolbrá er með kynlausan Elvis, Kristín Helga með flæðarmál og Margrét með söfnunarseríu. Ólöf Björg segir einlægnina ráða ríkjum í samstarfi þeirra. "Okkur er öllum alvara með því sem við erum að gera og svo magnast krafturinn þegar við komum saman í staðinn fyrir að vera alltaf hver í sínu horni að gera eitthvað." Sýningunni lýkur á aðfangadag og verður opin á sama tíma og verslun Sævars Karls.
Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira