Innlent

Ók ofan í Héraðsvötn

Ofan í Héraðsvötnum. Skagfirskir björgunarsveitarmenn ná hér bílnum uppúr Héraðsvötnum en bílstjórinn kom sér sjálfur á þurrt og því næst á sjúkrahús en meiðsl hans voru minniháttar.
Ofan í Héraðsvötnum. Skagfirskir björgunarsveitarmenn ná hér bílnum uppúr Héraðsvötnum en bílstjórinn kom sér sjálfur á þurrt og því næst á sjúkrahús en meiðsl hans voru minniháttar.

Ökumaður fór útaf veginum áður en hann kom að brúnni yfir vestari ós Héraðsvatna í Skagafirði eldsnemma í gærmorgun og endaði ökuferðin útí fljóti. Maðurinn slapp með minniháttar meiðsl og segir lögreglan það mikið mildi því árbakkinn er brattur þar sem bíllinn fór fram af.

Ökumaðurinn var snöggur að koma sér á þurrt og húkkaði hann sér því næst far á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Lögreglan kallaði svo á björgunarsveitina til að ná bílnum upp úr Héraðsvötnum. Ekki sá mikið á bifreiðinni eftir volkið sem þó var ekki ökufær. Lögreglan á Sauðárkróki segir kankvíslega að eflaust fari skrjóðurinn þó í gang þegar runnið er af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×