Innlent

Árni Ragnar borinn til grafar

Árni Ragnar Árnason alþingismaður var borinn til grafar frá Keflavíkurkirkju í dag. Séra Ólafur Oddur Jónsson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsungu. Árni Ragnar tók fyrst sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1991 en hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu fjóra áratugi. Mikill fjöldi vina og vandamanna Árna var við jarðarförina í dag, þar á meðal forseti Íslands, ráðherrar og alþingismenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×